<$BlogRSDUrl$>

Friday, March 26, 2004

Ef ég væri stór 

Jiis.......ef ég væri í hljómsveit þá myndi ég gera sona nafn eins og ABBA sem er alveg eins afturá bak og áfram, að sjálfsögðu yrði nafnið að vera íslenskt og eftir miklar vangaveltur og spekleringar þá fann er ég viss um að hljómsveitin mín myndi heita RaksápupáskaR það er alveg eins allar 720°

Frétt vikunar er án ef að það sáust lóur um daginn sem segir bara eitt að Lóan er komin að kveða burt snjóinn, ætli lóur sem hafa alltaf verið vorboðin hafi ekki verið fúlar þegar þær komu bara hingað og sáu að það var eiginlega bara löngu komið vor og íslendigar þekkja ekki lengur snjó, þær hafa liðið sona eins og fólk sem er ekki velkomið í partý

Heizi kveður fyrir hönd lóunar og hinar gríðarvinsælu raksápupáskar

Friday, March 19, 2004

BÚJA 

afsakið að æsifréttirnar sem skipta máli hafa verið í bið!! bið alla afsökunar á þeim óþægindum sem fróðleiksþyrstum hugsjónarmönnum urðu fyrir.

þann 16 mars eignuðust Charlie Sheen (Two and a half man, Spin City, Hot Shot ræmunar) og Denise Richards (hot tjikk sem leikur yfirleitt í vondum grínmyndum, var Bond gellan í the world is not enough) sitt fyrsta barn og var það stelpa!!! er búist við að með aldrinum eigi hún eftir að byrja drekka snemma, dópa fljótlega eftir það og vera frekar easy!!! enda fellur eplið yfirleitt ekkert úr eik!! haft var eftir hr. sheen í blaðaviðtali aðfarnótt 17 mars er hann var að skemmta sér og fagna þess að vera orðinn pabbi en hann var í sendiferðabíl ásamt Hugh Grant og 4 óþekktum konum, en hr. sheen sagði "ég og D vorum að reyna að stíla inn á að eignast krakkaskrípið 17 mars, því þá á Heiz dela Buddha afmæli en hann er í miklum metium hjá okkur" takk fyrir það Charlie minn og takk fyrir ostakörfuna!!!

en talandi um konungsborið fólk!!! Harry Karlsson eða Harry prins eða Harry hákralbeita er að slappa af í Afríku alveg bólu, en hann hefur berið í suðurhluta landsins. Harry hákarlabeita sem er 19 ára hefur boðið hefur boðið til sín til Afríku 26 ára sjónvarpskonu Natalie Pinkham til sín og ætla þau að hittast í Mózambík. Harry hákarlabeita fór reyndar frá Afríku til Londons til þess að geta eytt seinustu nótt með henni þar sem hún átti afmæli.....hún hafði áður verið með rúgbíjálkinum Matt Dawson (alls óskyldur The Dawson) hann ætlar að berja harry hákarlabeitu.............það sem menn fá ef þeir eru aðalbornir að vinna góðgerðarstörf, meina hafa ekkert annað að gera!!!!

á meðan var Wiili prins sem er bæðevei fyrirliði vatnspólós liðsins í skólanum sínum fengin til að representa Skotland í alþjóðlegri vatnspóló keppni háskóla..... újeee Willi sæti Britney Spears ímeil vinur ....... og ég ímeila þig

Ekki meira í dag enda stór helgi framundan þar sem byrjað verður á NASA (skemmtistaður í Reykjavík city, ekki geimferð) á Damien Rice, so verður tekið keppnisfyllerí á laugardag!!! so er ég að fara að taka þátt í alþjóðlegri armbeygjukeppni þar sem meðal annars keppa Boy George, Clarke Kent, Bruce Wayne ríkisstjóri kaliforníu, Karpov og Jóhannes í Bónus
Wednesday, March 17, 2004

nohh 

Heilagur Patrekur hlotnast það að Írar fagna honum í dag með mikilli drykkju býst ég við.....ekki á eftir að vanta slagsmálin þar í landi og verða því mun fleirri bretar/írar tannlausir þegar þeir vakna á morgun

Thursday, March 11, 2004

MC Fadden 

varðandi seinustu grein!!!!! vill benda áhugasömum aðdáendum Bryans og westlifes að Bryan mun koma fram á sínu seinustu tónleikum þann 29 mars í belfast og verður mikið um dýrðir.....

Wednesday, March 10, 2004

;( 

aldrei á ævinni neinn dagur byrjað jafn hræðilega og dagurinn 10 mars 2004. þegar ég var nývaknaður í góðum gír að takast á við þennan dag þrátt fyrir aftaka veður úti fyrir, sat ég lesandi málgagnið "góða" moggan og þar sá ég það og ég ætlaði bara ekki að trúa mínum eigin augum!! reyndar blekkja augun mín helvíti oft þar sem sjón mín á heima á dvalarheimili, en þetta fór ekki á milli mála, tárin fóru að leka niður augun hið ótrúlega hafði gerst Bryan McFadden hefur sagt skilið við Westlife og ég sem hélt að þeir væru að ná sér á gott skrið eftir frábært gengi með laginu Mandy en þessi heimur er víst alltaf að koma á óvart og maður verður bara að taka sig saman í andlitinu og reyna að lifa með þessu...... þessu verður harla breytt!!! bryan takk fyrir allar stórkostlegu stundirnar sem þú hefur gefið mér...

skiljanlega er þessi dagur búnað vera í mikilli móðu og erfitt að hugsa skýrt þannig að mar getur varla sagt meira.....úfffffff........ fór samt í skólann orðið helvíti langt síðan ég missti af tíma, verð að fara taka mig á

lokinn eru hér upplýsingar um the man!! Bryan Nicholas McFadden er fæddur 12 apríl 1980 í Dublin á Írlandi. hann er 1.86 cm og með blá augu, hann er giftur fyrrum Atomic Kitten stjörnuni Kerry Katona (nú McFadden) og eiga þau tvær stelpur Molly og hina. Kerry er nýbúnað sigra í raunveruleikaþættinum I´m a celebrity....get me out of here. Bryan er reyndar skírður Brian en fannst Bryan meira töff!! hann talar upp úr svefni og sefur nakinn.. úje!!!! aðeins átta ára gamall vann hann sína fyrsta söngvakeppni og fékk páskaegg fyrir það. Eldri systir hans heitir Susan og var barnastjarna á Írlandi og ólst Bryan upp við að allir voru að spurja hann hvort hann væri Susans McFaddens bróðir, en dæmið hefur so sannarlega snúist við hohohoho......... hann var alltaf kallaður Fatso eða Fatboy í skóla, sem varð til þess að hann fór í ræktina, ég er að segja þér það félagi og loks fóru stelpurnar að veita honum athygli. hans fyrsti koss kom af frumkvæði stelpunar því hann var allt of hræddur og þegar hún var að kissa hann óttaðist hann um líf sitt, ohhhhhhhh en sætt ;) TAKK TAKK ELSKU BRYAN OKKAR fyrir hönd Bryan McFaddens klúbbsins Heizi hor

Monday, March 08, 2004

Dawson!!! 

verð so sannarlega að byrja þetta á að óska honum James van der Beek til hamingju með afmælið a.k.a. Dawson, ja það er nú góður gaur!

so verð ég að segja ykkur þarna úti að hann mikael er búnað gefa út cd sem allir verða að versla sér, kostar aðeins 500kr og inniheldur 9 smelli ásamt "2 bónuslögum" rísandi stjarna er eiginlega sona okkar van der Beek ;Þ

en einn dans fyrir mig!!

Friday, March 05, 2004

margeir peruhaus!!!!!! 

djöfull líst mér vel á það sé kominn helgi, er að fara líklegast á eftir á gaukinn á kerrangkvöld þar sem mínus, jarcrew og jan mayen, ásamnt dj ace halda uppi glimrandi fjör langt fram yfir háttatíma!!! og á morgun er haddi eikkað að plana bbq og bjór sem er mjög góð samsetnig á góðu kvöldi, þannig að hörkuhelgi bara framundan hjá kallinum!!

spurnig dagsins hvort verða margir eða margeir á gauknum í kvöld?

mikki sóðabrók þykist ætla að vera edrú og þykir mér leitt að hann missi af sona fullorðinsmannagleði, kannski er hann ekki nógu fullorðinn? hann er sko samt ekkert sóðabrók það hljómaði bara so skemmtilega, leiðinlegt að hann hafi samt ekki plummað sig í körfunni hann var efnilegur eins og sést!!!

pixies að koma á klakann 27 maí þannig að ég fæ að sjá þau tvisar þau verða líka á roskilde...KLIKKAÐ.......ísland er bara að meika það!!! pixies 27 maí, korn 30/31 maí man ekki , incubus hef ekki spáð i´ það, kraftwerk 5 maí, plecebo 7 júlí degi eftir að ég kem af hróaskeldu man stefnir í klikkað sumar so nýasti félagi minn damian rice aðeins að kíkja á kallinn o.fl sem talað verður um við tækifæri

fari að draga andann

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com